Sport

Arnar Davíð getur brotið blað í keilusögu Íslands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar er kominn í úrslit í Kúveit.
Arnar er kominn í úrslit í Kúveit. mynd/keilusamband íslands
Arnar Davíð Jónsson getur brotið blað í íslenskri keilusögu í dag.

Arnar tryggði sér í morgun sæti í úrslitum á Kuwait International Open 2019. Hann skilaði leikjum upp á 272 að meðaltali.

Mótið er hluti af PBA, eða bandarísku atvinnumannamótaröðinni sem er sú stærsta í heimi. Arnar mun því spila um PBA-titil sem enginn Íslendingur hefur áður gert.

Hann er þegar búinn að tryggja sér 3,1 milljón króna í verðlaunafé og með sigri á mótinu fær hann 6,2 milljónir króna.

Úrslitin hefjast klukkan 13:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×