Erlent

Gaf fyrir mistök út viðvörun um gíslatöku á flugvelli í Hollandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Air Europa, sem gerir út umrædda flugvél, staðfesti nú fyrir skömmu að um mistök hafi verið að ræða.
Air Europa, sem gerir út umrædda flugvél, staðfesti nú fyrir skömmu að um mistök hafi verið að ræða. Vísir/getty
Lögreglan í Hollandi var með mikinn viðbúnað og starfsemi á Schiphol flugvellinum í Amsterdam stöðvaðist eftir að flugstjóri flugvélar sendi fyrir mistök út viðvörun sem táknar gíslatöku um borð í flugvél. Það gerðir á meðan farþegar voru að ganga um borð í flugvélina.

Lögregluþjónar fluttu farþega og áhöfn úr flugvélinni, sem átti að fljúga til Spánar.

Air Europa, sem gerir út umrædda flugvél, staðfesti nú fyrir skömmu að um mistök hafi verið að ræða.

Samkvæmt frétt Sky News var hlé gert á þingfundi í Hollandi vegna tilkynningarinnar. Mörgum flughliðum vallarins var lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×