Innlent

Staðfestu synjun

Björn Þorfinnsson skrifar
Ferðamaður tekur sjálfsmynd við Jökulsárlón.
Ferðamaður tekur sjálfsmynd við Jökulsárlón. Vísir/Vilhelm
Ákvörðun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um að synja ferðaþjónusturisanum Arctic Adventure um leyfi til siglinga á Jökulsárlóni árið 2018 var staðfest af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á dögunum.

Arctic Adventures lagði fram stjórnsýslukæru til ráðuneytisins í kjölfar synjunarinnar á síðasta ári en niðurstaða ráðuneytisins er sú að ákvörðun stjórnarinnar hafi verið lögmæt og hafi ekki brotið á kæranda.

Málið vakti nokkra athygli um mitt ár 2018 en þá hafði fyrirtækið siglt með ferðamenn á lóninu heimsfræga án leyfis um skeið. Hafði fyrirtækið óskað eftir leyfi til siglinganna fyrr um veturinn en ekki fengið svar frá þjóðgarðinum fyrr en í maí.

Þá var þegar búið að skipuleggja siglingarnar og var talið að fyrirtækið hefði túlkað sein svör sem samþykki fyrir því að hefja siglingarnar.




Tengdar fréttir

Meiri afköst og sömu gæði í Litháen

Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, segir offramboð í ferðaþjónustu. Eigendur fyrirtækja þurfi að leggja egóið til hliðar og skoða samruna af alvöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×