Lífið

Áslaug á sextíu sekúndum: Draumamaðurinn verður að vera fyndinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Áslaug Arna varð á dögunum næstyngsti ráðherra sögunnar.
Áslaug Arna varð á dögunum næstyngsti ráðherra sögunnar. vísir/vilhelm
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og fengu hlustendur að kynnast henni betur sem persónu.

Þar kom í ljós að Áslaug er virk á öllum samfélagsmiðlum. „Maður venst commentakerfinu og verður að lokum í raun alveg sama að það sé til fólk þarna úti sem finnst maður vera ömurleg manneskja,“ segir Áslaug. Það var aldrei planið að verða þingkona þegar hún var barn og langaði henni frekar að verða hestakona eða leikkona.

Dómsmálaráðherra fór í reglubundinn lið í Brennslunni í morgun sem ber nafnið Áslaug á sextíu sekúndum. Hún fékk spurningar og varð að svara eins og fljótt og hún gat.

Hér að neðan koma þær:

Uppáhalds matur? Spaghetti

Fallegasti karlmaður Íslands yfir utan fjölskyldumeðlim? Pass

Besta lag allra tíma? Piano Man með Billy Joel

Lýstu Bjarna Ben í þremur orðum? Skemmtilegur, klár og skynsamur

Syngur þú í sturtu eða dansar þú þegar enginn sér? Syng stundum í sturtu

Ef þú þyrftir að vera dýr hvaða dýr yrði fyrir valinu? Hestur

Uppáhalds hljómsveit? Coldplay

Hvað færð þú þér á pizzu? Pepperoni, ananas, rjómaost, sveppi, ólívur og lauk

Hvaða kosti þarf draumamaðurinn að hafa? Fyndinn

Hver er bestu rétturinn sem þú eldar sjálf? Hollar pönnukökur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×