Fótbolti

„Getur ekki orðið sá besti í sögunni ef þú ert Argentínumaður og hefur ekki unnið HM“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi á Suður-Ameríkukeppninni í sumar.
Messi á Suður-Ameríkukeppninni í sumar. vísir/getty
Lionel Messi verður ekki minnst sem eins besta leikmann sögunnar ef hann vinnur ekki HM með Argentínu. Þetta segir fyrrum landsliðsþjálfari Spánar, Jose Antonio Camacho.

Camacho var í vital vil ABC á Spáni og þar segir hann að Diego Maradona sé enn fyrir framan Lionel Messi í röðunni um besta leikmann sögunnar því Maradona hafi unnið HM.

„Messi er mjög góður leikmaður en þú getur ekki orðið sá besti í heimi, eða sögunni, ef þú ert Argentínumaður og hefur ekki unnið heimsmeistaramótið,“ sagði Camacho.







„Það eru þjóðir með minni sögu og að vinna HM er ekki eins þýðingarmikið en Argentína er risi. Nei Messi, án HM þá geturu ekki orðið sá besti,“ sagði hinn 64 ára gamli Camacho.

Þrátt fyrir að Spánverjanum finnist Messi ekki sá besti í sögunni segir hann að Argentínumaðurinn sé ótrúlegur knattspyrnumaður.

„Hann getur breytt leiknum á öllum stundum. Leikurinn getur verið í algjöru jafnvægi en svo breytir hann því. Hann myndi láta mig líta út sem góðan þjálfara,“ sagði Jose.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×