Viðskipti innlent

Akureyringar fá sína H&M

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verslunin verður opnuð haustið 2020.
Verslunin verður opnuð haustið 2020. Vísir/Vilhelm

H&M verslun verður opnuð á Glerártorgi á Akureyri haustið 2020. Um er að ræða fjórðu verslun sænsku keðjunnar sem opnar hér á landi. Vikudagur greinir frá en um er að ræða fyrsta útibú H&M á Íslandi utan höfuðborgarsvæðisins.

Verslunin verður 1300 fermetrar að stærð og segir Dirk Roennefahrt, framkvæmdastjóri H&M á Íslandi og Noregi, í tilkynningu að verslunin sé frábær viðbót. Í versluninni verður fáanlegur dömu- og herrafatnaður ásamt barnafatnaði og snyrtivörum

Opnunin er í samstarfi við Eik fasteignafélag og segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, að verslunin muni laða að sér enn stærri hóp af gestum og hafa góð áhrif á aðrar verslanir á Glerártorgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×