Innlent

Hjólbarði losnaði undan fellihýsi og lenti framan á bíl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan hafði nóg að gera í nótt.
Lögreglan hafði nóg að gera í nótt. vísir/vilhelm
Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en um 60 mál komu inn á borð lögreglu frá því klukkan 19 í gær til klukkan 5 í nótt.

Lítilsháttar umferðaróhapp varð í Kollafirði þegar hjólbarði losnaði undan fellihýsi og lenti framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt, engin slys á fólki. Eitthvað var um eignaspjöll í miðbæ Reykjavíkur auk þess sem að sjö ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunar eða fíkniefnaaksturs.

Einnig var nokkuð um útköll vegna ölvunar og óspekta en einn var vistaður í fangaklefa í tengslu við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×