Fótbolti

Hættir með heimsmeistarana í október eftir ótrúlegan árangur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jill Ellis fagnar sigrinum á HM í sumar.
Jill Ellis fagnar sigrinum á HM í sumar. vísir/getty
Jill Ellis, þjálfari heimsmeistara Bandaríkjanna í knattspyrnu, hættir með liðið í október eftir að hafa unnið heimsmeistaramótið í tvígang með þeim bandarísku.

Hin enska Ellis tók við bandaríska kvennalandsliðinu árið 2014 en hún hefur nú ákveðið að hætta með liðið eftir að hafa unnið tvo heimsmeistaratitla með liðið.

Í sumar varð liðið heimsmeistari í Frakklandi þar sem þær bandarísku unnu 2-0 sigur á Hollandi í úrslitaleiknum. Árið 2015 unnu þær Japan 5-2 en það var fyrsti HM-titill Bandaríkjanna í 16 ár.





Ellis fluttist ung að árum til Bandaríkjanna og var aðstoðarþjálfari, tímabundinn þjálfari og þjálfari U20 og U21 árs liða Bandaríkjanna áður en hún fékk loks traustið.

Árangur hennar með liðið talar sínu máli. Enginn þjálfari hefur stjórnað liðinu í fleiri leikjum en hún er með 102 sigra í þeim 127 leikjum sem hún hefur stýrt.

Hún hættir með liðið í október en fram af því eru þrír æfingarleikir; einn gegn Írlandi og tveir gegn Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×