Fótbolti

Zlatan: Finnst verið að veiða mig

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic vísir/getty
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic segir að sér líði eins og það sé verið að veiða hann. Þrátt fyrir að hann hafi sloppið við spjald fyrir brot á dögunum líði honum eins og hann sé með skotmark á bakinu.

Zlatan fór með olnbogann í Mohamed El-Munir í leik nágrannaliðanna í Los Angeles í MLS deildinni á dögunum. Hann fékk ekki spjald fyrir en eftir leikinn fékk hann formlega viðvörun fyrir brotið.

El-Munir þurfti að fara í aðgerð vegna brotsins.

„Mér líður eins og það sé verið að veiða mig,“ sagði Zlatan. „En það er þannig þegar þú ert bestur,“ bætti þessi mjög svo óhógværi leikmaður við.

„Það er ekki í lagi að mér líði svona. Ég spila minn leik og þarf að finnast ég frjáls til þess að gera það.“

„Ég á ekki að þurfa að vera hræddur um að eftir leikinn verið farið yfir allt sem ég gerði með fínni greiðu. Við erum með dómara til þess að dæma leikinn.“

„Ef þeir geta ekki stoppað þig á vellinum þá ætti það að vera það. Það er ekkert sem er hægt að gera í því.“

„Það er hins vegar annað mál ef einhver gerir eitthvað utan vallar,“ bætti Svíinn við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×