Fótbolti

City kláraði Asíutúrinn á sigri

Kevin de Bruyne skoraði sitt fyrsta mark á undirbúningstímabilinu
Kevin de Bruyne skoraði sitt fyrsta mark á undirbúningstímabilinu vísir/getty
Manchester City lauk æfingaferð sinni í Asíu með sigri á Yokohama F. Marinos í Japan í dag.

Fyrsta mark leiksins gerði Kevin de Bruyne eftir 19 mínútur en Keita Endo jafnaði fyrir japanska liðið aðeins þremur mínútum seinna.

Stuttu fyrir hálfleikinn kom Raheem Sterling City aftur yfir með sínu fjórða marki á undirbúningstímabilinu og var staðan 2-1 í hálfleik.

Englandsmeistararnir þurftu að hafa fyrir sigrinum en Lukas Nmecha tryggði sigurinn á nítugustu mínútu. Lokatölur 3-1.

City heldur nú aftur til Englands þar sem tímabilið hefst hjá þeim næsta sunnudag þegar liðið mætir Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×