Innlent

Líðan stöðug eftir hnífstunguárás

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Árásin átti sér stað á Neskaupstað í nótt.
Árásin átti sér stað á Neskaupstað í nótt. Vísir/Vilhelm
Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. Jónas Vilhelmsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að málið sé í rannsókn en sá sem varð fyrir árásinni var fluttur með flugi á Landspítalann í Reykjavík.

Þar gekst hann undir aðgerð og segist Jónas hafa fengið þær upplýsingar nú fyrir hádegið að líðan hans sé stöðug. Hann segir enn lítið vitað um málsatvik en tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsóknina.

Tekin verður ákvörðun um það síðar í dag hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir hinum handtekna. Rokkhátíðin Eistnaflug hófst í bænum í gær og tekur Jónas fram að atvikið tengist hátíðinni ekki á nokkurn hátt. Þar hafi allt farið friðsamlega fram eins og venjulega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×