Fótbolti

Neville segist vera með besta leikmann heims í sínu liði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bronze skoraði eitt mark og lagði upp annað í sigrinum á Noregi.
Bronze skoraði eitt mark og lagði upp annað í sigrinum á Noregi. vísir/getty
Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, hrósaði Lucy Bronze í hástert eftir 0-3 sigur Englands á Noregi í 8-liða úrslitum HM í Frakklandi í gær.

Bronze lagði fyrsta mark Englendinga upp fyrir Jill Scott og skoraði svo sjálf það þriðja með frábæru skoti.

„Í kvöld sást að Lucy Bronze er án nokkurs vafa besti leikmaður heims,“ sagði Neville.

„Ég spilaði sem bakvörður en aldrei nálægt því jafn vel og hún gerir. Hún er sú besta í heimi,“ bætti þjálfarinn við.

Í undanúrslitunum mætir England annað hvort Frakklandi eða Bandaríkjunum. Leikurinn fer fram í Lyon en Bronze leikur einmitt með Lyon og hefur tvisvar sinnum orðið franskur meistari og Evrópumeistari með liðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×