Erlent

Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange

Birgir Olgeirsson skrifar
Assange var handtekinn í London í apríl.
Assange var handtekinn í London í apríl. NurPhoto/Getty

Innanríkisráðherra Bretlands hefur skrifað undir beiðni um að framselja Julian Assange til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér ákæru fyrir brot á njósnalögum.



Sajid Javid, innanríkisráðherra Breta, greindi frá þessu í morgun. Hann sagðist hafa skrifað undir framsalsbeiðnina sem mun fara fyrir breska dómstóla á morgun sem skera endanlega úr um það hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna.



Assange er ákærður fyrir þátt sinn í að birta gögn sem Chelsea Manning lak árið 2010. Um var að að margvísleg leynileg skjöl, þar á meðal viðkvæmar hernaðarupplýsingar sem sneru að stríðsrekstri Bandraríkjanna í Afganistan og Írak, auk skjala úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Manning var sakfelld fyrir sinn þátt í lekanum árið 2013 en sleppt úr haldi árið 2017.



Assange dvelur nú í fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu þar í landi árið 2012. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal hans. Saksóknarar í Svíþjóð hafa auk þess aftur opnað rannsókn á ásökunum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um nauðgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×