Erlent

Stormur í Frakklandi banar þremur björgunarmönnum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Stormurinn náði til vesturstrandar Frakklands og olli miklu tjóni. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Stormurinn náði til vesturstrandar Frakklands og olli miklu tjóni. Mynd tengist fréttinni ekki beint. getty/Arterra
Stormurinn Miguel hefur náð til vesturstrandar Frakklands þar sem björgunarbátur hvolfdi í Atlantshafinu út undan vesturströnd landsins. Þrír áhafnarmeðlimir létust en vindurinn náði 36 m/s. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Á bátnum var sjö manna áhöfn sem hafði haldið út til að koma öðrum báti til bjargar sem hafði verið í vandræðum vegna stormsins.

Stormurinn hafði náð norðurströnd Spánar áður, þar sem vindurinn náði allt að 40 m/s í kring um Biscay flóa og færst svo upp til Frakklands.

Stormurinn er frekar óvenjulegur þar sem ferðamannastraumur sumarsins er farinn að koma til Frakklands og Spánar.

Mesti vindhraðinn var mældur á norðvesturhluta Spánar í Asturias héraði á fimmtudag og einhverjar skemmdir urðu á byggingum í Galiciu.

Björgunarbáturinn fór frá ferðamannaströndinni Les Sables-d‘Olonne, og var hluti af SNSM sjóbjörgunar þjónustu, til að aðstoða fiskibát sem var í vandræðum og hafði fests um 800 metrum utan við ströndina.

„Sjórinn var ægilegur,“ sagði Yannick Moreau, bæjarstjóri á svæðinu. „Á bátnum voru sjö áhafnarmeðlimir og þrír þeirra létust. Þetta er mikið áfall fyrir okkur og mikið áfall fyrir bæinn.“

Lestasamgöngur í vesturhluta Frakklands röskuðust vegna veðursins og veðurfréttamenn í Frakklandi segja þetta mjög óvenjulegt í júní mánuði.

Viðvaranir hafa verið gefnar út í Hollandi vegna mikilla vinda og rigninga.

Miklir vindar ullu nokkrum skemmdum á snemma á fimmtudag og fann lögregla í strand sýslunni Zeeland að kókaín verksmiðju.

Lögreglu var tilkynnt að tré hafi fallið yfir nóttina en þar rétt hjá sáu þeir grunsamlega menn sem voru að athafna sig í kring um hlöðu og þeir fundu einnig skrítna lykt koma frá hlöðunni.

Lögregla segir kókaín verksmiðjuna eina þá stærstu sem fundist hefur í Hollandi.

Kókaín verksmiðjan sem fannst eftir storminn.Politie.nl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×