Innlent

Bílaeltingaleikur endaði í Breiðholti

Andri Eysteinsson skrifar
Ökumaður hafði ekki snefil af áhuga fyrir því að stöðva eftir skipun lögreglunnar.
Ökumaður hafði ekki snefil af áhuga fyrir því að stöðva eftir skipun lögreglunnar. Vísir/vilhelm
Á laugardegi var erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eins og oft vill verða, mikið var um akstur undir áhrifum og í einu tilviki hafði ökumaður lítinn áhuga á að stöðva bifreið sína.

Lögregla átti í dag í eltingarleik við ökumann bíls sem virti ekki stöðvarunarmerki Lögreglu á Dalvegi í Kópavogi. Ökumaðurinn ók þess í stað áfram og hóf Lögregla því eftirför. Þegar ökumaður var stöðvaður hafði hann komið sér í Breiðholtið, á leið sinni þangað hafði ökumanni tekist að aka á bíla, keyrði of hratt og gerst sekur um fleiri umferðarlagabrot.

Ökumaðurinn og farþegi hans voru handteknir og vistaðir í fangageymslu Lögreglu. Grunur leikur á fíkniefnaakstri, brota á lögum um vörslu fíkniefna og á vopnalögum svo eitthvað sé nefnt. Málið kom upp rétt fyrir hádegi í dag.

Þá voru sex önnur tilvik í dag þar sem grunur er um áfengis eða eiturlyfja akstur. Einnig var maður í annarlegu ástandi handtekinn í verslun í Kópavogi, rúður voru brotnar í bílum í miðbænum og stolið úr að minnsta kosti einum bílana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×