Innlent

Lokað fyrir umferð á Suðurlandsbraut eftir árekstur

Sylvía Hall skrifar
Áreksturinn varð á gatnamótum Suðurlandsbruatar og Reykjavegar.
Áreksturinn varð á gatnamótum Suðurlandsbruatar og Reykjavegar. Vísir/Kristófer
Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Reykjavegar um fimmleytið í dag þegar tveir bílar skullu saman.

Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang og hefur verið lokað fyrir umferð um Suðurlandsbraut í átt að miðbænum á meðan þeir eru að störfum á vettvangi.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hefur enginn verið fluttur á slysadeild en viðbragðsaðilar eru enn að störfum.

Uppfært: Búið er að opna fyrir umferð um Suðurlandsbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×