Skoðun

Leitið hins góða en ekki hins illa

Áslaug Einarsdóttir skrifar
Í kjölfarið af grein minni „Hatrið sigrar ekki“ sem birt var á Vísi í gær (en var eingöngu hugsuð sem fésbókarfærsla) hefur skapast ákveðin umræða sem mig langar að snerta á. Ég vil að það komi fram að ég tel Breiðagerðisskóla vera frábæran skóla þrátt fyrir þau mistök að hleypa höturum inn í skólann og ég tel starfsfólkið vera úrvalsfólk sem sinnir starfi sínu af mikillri alúð.

Margir eru ósáttir við það að ég nefni Guð á nafn enda viðkvæmt umræðuefni fyrir marga. Ég kemst þó ekki hjá því að tjá mig um það mikilvægasta sem ég hef eignast í leit minni að æðri tilgangi. Án nokkurrar múgsefjunar eða heilaþvottar og alveg geðveikislaust hef ég fengið að upplifa Guð. Guð er raunverulegur í mínu lífi og það er, já ég ætla að leyfa mér að segja það, Jesús Kristur líka og Heilagur andi. Nálægð Guðs er raunveruleg upplifun og fyllir mann af hvílíkri friðartilfinningu að ekki er hægt að komast hjá því að vera snortin af henni. Vellíðanin sem fylgir nærveru Guðs er í boði fyrir alla og er mesta og dýpsta vellíðunartilfinning sem ég hef upplifað og langtum betri en hvers kyns víma.

En það er skiljanlegt að það komi ílla við fólk að tjá sig á þennan hátt og margur sem hefur eðlilega sárar tilfinningar gagnvart kirkjunnar mönnum og eru brenndir af svokölluðum erindrekum Krists sem misnota vald sitt og mistúlka boðskap hans af eigingjörnum hvötum. Ég er ekki hér að verja slíkt fólk eða fyrirkomulag kirkjunnar á neinn hátt heldur þvert á móti að benda á boðskap Jesú Krists sjálfs en ekki skrumskælda útgáfu þess skáldaða af slægum mönnum. Við megum ekki láta vonda menn eyðileggja fyrir okkur trúna á Guð og afskræma þá mynd sem við höfum af Jesú Kristi.

Fyrst þurfti ég að nálgast Guð á vitsmunalegan hátt og án þess að skilja að Jesú hafi verið til og sagt það sem hann sagði og meint það hefði ég aldrei hleypt honum að. Nýja testamentið er heimildarlega sterkt rit og tímamismunurinn einungis 300 ár frá elsta eintaki og skráningartíma. Fjöldi eintaka sem fundist hafa eru um 24 þúsund. Til samanburðar er tímamismunurinn 900 ár í sögu Rómverja eftir Livíus og aðeins 20 eintök hafa fundist. Eins er tímamismunur 950 ár í Stríði í Gallíu eftir Sesar og eintök einungis 9-10.

Jesús sagði margt um sjálfan sig og ef hann væri aðeins mannlegur og segði annað eins væri hann ekki mikill siðapostuli. Hann sagðist meðal annars vera ljós heimsins, upprisan og lífið og vegurinn, sannleikurinn og lífið. Venjulegur maður sem héldi slíku fram væri alvarlega sjúkur á geði. Þú verður að velja. Annað hvort var þessi maður sem við miðum tímatal okkar við sonur Guðs eða vitfyrringur eða eitthvað Þaðan af verra.

„Leitið hins góða, en ekki hins ílla, til þess að þér megið lífi halda, og þá mun Drottinn, Guðs allsherjar vera með yður“ Amos 5 kafli vers 14.

Höfundur er master í blaða- og fréttamennsku.


Tengdar fréttir

Hatrið sigrar ekki!

Áslaug Einarsdóttir fjallar um framlag Íslands í Eurovision.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×