Innlent

Meta áhrifin af loðnubresti

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á loðnu.
Á loðnu. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar.

„Loðnuveiðar og vinnsla skipta samfélagið í Vestmannaeyjum miklu máli, þriðjungur loðnukvótans er á höndum fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Það er alvarlegt mál ef enginn kvóti er gefinn út og ljóst að það mun hafa áhrif á fjárhag sveitarfélagsins,“ segir bæjarstjórnin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×