Skoðun

Velferðarvaktin

Siv Friðleifsdóttir skrifar
Velferðarvaktin er 10 ára, en hún var stofnuð 17. febrúar 2009 af Ástu R. Jóhannesdóttur, fyrr verandi félags- og tryggingamálaráðherra, í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Hefur vaktin starfað í tíð sex ráðherra félagsmála, þ.e. Ástu, Árna Páls Árnasonar, Guðbjarts Hannessonar, Eyglóar Harðardóttur, Þorsteins Víglundssonar og nú Ásmundar E. Daðasonar.

Vaktin hefur í gegnum tíðina fylgst með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum af leiðingum efnahagshrunsins á fjölskyldur og heimili í landinu, metið aðgerðir sem gripið hefur verið til og lagt fram tillögur til úrbóta. Í skipunarbréfi segir að hún sé ráðgefandi fyrir ráðherra sem og stjórnvöld og skuli huga „að velferð og afkomu efnalítilla barnafjölskyldna, sérstaklega einstæðra foreldra og barna þeirra og af la upplýsinga um aðstæður þeirra sem búa við sára fátækt svo draga megi úr henni.“

Formenn vaktarinnar hafa verið tveir frá upphafi, fyrst Lára Björnsdóttir og síðan greinarhöfundur. Í henni eiga nú sæti um 40 fulltrúar frá frjálsum félagasamtökum, aðilum vinnumarkaðarins, stofnunum, sveitarfélögum og nokkrum ráðuneytum, allt aðilar með innsýn í aðstæður þeirra sem minna mega sín.

Störf Velferðarvaktarinnar hafa þróast með tímanum í takt við nýjar áskoranir. Hún hefur staðið fyrir rannsóknum um sára fátækt og stendur nú fyrir rannsókn á börnum sem búa við fátækt. Hún hefur beitt sér fyrir bættum aðstæðum einstæðra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð og barna þeirra. Hvatningar og tillögur sem vaktin hefur lagt fram til stjórnvalda hafa borið árangur sem sjá má m.a. í bættu aðgengi barna að skólamáltíðum, fríum námsgögnum fyrir grunnskólabörn og auknum áherslum stjórnvalda í málefnum f lóttamanna og utangarðsfólks.

Þá hefur vaktin lagt fram tillögur sem miða að því að draga úr brotthvarfi framhaldsskólanema og stendur nú fyrir könnun á skólasókn grunnskólabarna m.t.t. skólaforðunar. Heimsma rk mið Sa meinuðu þjóðanna um sjálf bæra þróun eru mikilvæg og munu hafa áhrif á störf Velferðarvaktarinnar með tilliti til markmiða sem lúta að fátækt, hungri, heilsu og vellíðan, menntun og auknum jöfnuði. Heimsmarkmiðin eru nýtt tæki sem vænta má að skili árangri innanlands sem utan. Vaktin mun vinna í anda þeirra og skipunarbréfs síns. Þótt almennt gangi betur nú en fyrst eftir efnahagshrunið þarf áfram að vakta velferð samfélagsins og bæta stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Velferðarvaktin mun standa þá vakt áfram




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×