Enski boltinn

Klopp: Solskjær á heima hjá topp félagi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það gengur nánast allt upp hjá Ole Gunnar Solskjær þessa dagana
Það gengur nánast allt upp hjá Ole Gunnar Solskjær þessa dagana vísir/getty
Jurgen Klopp segir Ole Gunnar Solskjær hafa sannað að hann eigi heima sem stjóri toppfélags.

Solskjær er bráðabirgðastjóri Manchester United. Hann tók við rétt fyrir jól þegar Jose Mourinho var rekinn og var ráðinn út tímabilið á meðan United leitar að framtíðarstjóra.

Undir stjórn Norðmannsins hefur United blómstrað. Liðið er komið upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og lagði Chelsea í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar á dögunum.

Fram undan er hins vegar stærsti leikur tímabilsins í augum margra stuðningsmanna United, erkifjendurnir í Liverpool mæta á Old Trafford á sunnudag.

Jurgen Klopp hrósaði andstæðing sínum á hliðarlínunni mikið.

„Ég veit að við stjórarnir erum ekki töframenn. En við erum heppnir að hafa virkilega góða leikmenn í kringum okkur og Ole Gunnar Solskjær er að gera virkilega vel,“ sagði Klopp.

„Þetta snýst um að ná því besta út úr liðinu og gera það betra og það er augljóst að hann náði að gera það. Það gerir hann að stjóra fyrir toppfélag.“

„Hann er augljóslega góður náungi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×