Sport

Hafdís fer á EM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hafdís Sigurðardóttir
Hafdís Sigurðardóttir vísir/Daníel
Langstökkvarinn Hafdís Sigurðardóttir fékk þátttökurétt á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum þrátt fyrir að hafa ekki náð lágmarki inn á mótið.

Hafdís stökk 6,49 metra tvær helgar í röð, sem er aðeins einum metra frá lágmarkinu 6,50.

Frjálsíþróttasamband Íslands sendi inn umsókn til evrópska frjálsíþróttasambandsins um að Hafdís fengi keppnisrétt á mótinu þar sem Íslendingar eiga þar fáa keppendur og Hafdís aðeins hársbreidd frá lágmarkinu. Sú umsókn var samþykkt og fær Hafdís keppnisrétt eftir því sem fram kemur á vef RÚV.

Íslenskir keppendur verða því tveir á mótinu, þar verður hlauparinn Hlynur Andrésson einnig á meðal keppenda. Aníta Hinriksdóttir var með þátttökurétt en dró sig úr keppni vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×