Enski boltinn

Úrslitaleikurinn þýðir að Chelsea sé betra en Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Maurizio Sarri hefur ekki haft miklu að fagna síðustu daga
Maurizio Sarri hefur ekki haft miklu að fagna síðustu daga vísir/getty
Maurizio Sarri segir Chelsea hafa náð betri árangri en Arsenal á tímabilinu þar sem hans menn spila í úrslitaleik deildarbikarsins.

Bæði lið eru með 50 stig í ensku úrvalsdeildinni, eru úr leik í ensku bikarkeppninni en í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Chelsea spilar hins vegar til úrslita í deildarbikarnum á morgun.

„Það er mikilvægt að vinna úrslitaleikinn,“ sagði Sarri. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að finna sjálfstraustið aftur.“

„Við erum í fyrsta úrslitaleik tímabilsins og einu stigi frá fjórða sætinu.“

Chelsea var niðurlægt af Manchester City á dögunum 6-0 á heimavelli og hefur ekki verið að spila vel í síðustu leikjum.

„Tímabilið hjá Arsenal er gott en okkar er aðeins betra afþví við erum í úrslitaleik. Samt er tímabilið okkar algjör hörmung? Ég skil þetta ekki,“ sagði Sarri á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Ég vil minna ykkur á að síðustu tvö tímabil náði þetta lið 70 stigum, ekki 100. Við gjörbreyttum öllu í sumar, það er ekki auðvelt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×