Innlent

Leigubílstjóri stunginn með sprautunál í Hafnarfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Kolbeinn Tumi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Ráðist var á leigubílstjóra í Hafnarfirði á tólfta tímanum í gær og var hann stunginn með sprautunál. Tveir dyraverðir voru handteknir í miðbænum fyrir líkamsárás og brotist var inn í skóla í Kópavogi. Þegar lögregluþjóna bar þar að garði var búið að brjóta rúðu, fara inn og stela munum.

Ungur maður var þó handtekinn skömmu síðar og er hann grunaður um innbrotið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Tilkynnt var um líkamsárás í íbúð í Breiðholti þar sem árásaraðili var farinn af vettvangi áður en lögregluþjónar komu þangað. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild en lögreglan segir mikla ölvun hafa verið á vettvangi.

Þá voru þó nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Þá reyndust minnst tveir bílar sem voru stöðvaðir vera ótryggðir og reyndist einn ökumaður hafa ítrekað ekið eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×