Lífið

Þórunn Antonía og Kári eiga von á barni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Menningarparið Þórunn Antonía og Kári Viðarsson eiga von á barni.
Menningarparið Þórunn Antonía og Kári Viðarsson eiga von á barni.
Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Kári Viðarsson, leikhússtjóri Frystiklefans á Rifi, eiga von á barni. Fyrir á Þórunn Antonía dóttur.

Þórunn Antonía notaði tækifærið til að segja fylgjendum sínum á Instagram frá fréttunum á sjálfum konudeginum.

„Í fréttum er það helst að ég er á 17 viku á meðgöngu barns. Mig hefur dreymt nokkrum sinnum að þetta sé lítil stúlka en hvort sem það verður drengur eða stúlka er það jafn kærkomið í mína tilvist og er þetta barn umvafið sterkum fallegum konum og það er ég svo ótrúlega þakklát fyrir,“ skrifar Þórunn Antonía.

Tónlistarkonan hvatti kynsystur sínar til dáða: „Konur eru ótrúlegar, við getum allt og erum óstöðvandi, svo er enginn kraftur jafn sterkur og samstaða kvenna. Allar heimsins konur eiga skilið fullkomið jafnrétti, virðingu, ást, skilning og öryggi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×