Innlent

Fram­kvæmdu hús­leit á tveimur stöðum á Ísa­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Einn maður var handtekinn eftir húsleit lögreglu á Ísafirði.
Einn maður var handtekinn eftir húsleit lögreglu á Ísafirði. vísir/vilhelm
Lögreglan á Vestfjörðum stöðvaði ökumann í Ísafjarðardjúpi aðfaranótt gærdagsins og fundust um 100 grömm af kannabisefnum í bílnum við leit.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar. Er sérstaklega tekið fram að maðurinn hafi komið akandi af höfuðborgarsvæðinu.

„Í ljósi efnismagnsins leikur grunur um að efnin hafi átt að fara í dreifingu á norðanverðum Vestfjörðum. Í þágu rannsóknar málsins framkvæmdi lögreglan húsleitir í tveimur húsum á Ísafirði og annar maður var handtekinn og yfirheyrður. Mönnunum hefur nú verið sleppt. Málið mun síðan fara til ákvörðunar hjá ákærusviði embættisins,“ segir í færslunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×