Handbolti

Leikur ÍBV og Akureyrar fer ekki fram fyrr en á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Arnarsson og félagar í ÍBV þurfa að bíða í einn dag í viðbót eftir að Akureyrarliðið mæti til Eyja.
Dagur Arnarsson og félagar í ÍBV þurfa að bíða í einn dag í viðbót eftir að Akureyrarliðið mæti til Eyja. vísir/bára
Fresta þurfti fyrsta leik 17. umferðar Olís deildar karla í handbolta sem átti að fara fram í Vestmanneyjum í kvöld.

Leikur ÍBV og Akureyrar átti að hefjast klukkan 18.30 í dag en var frestað vegna samgönguörðugleika.

HSÍ hefur sett leikinn á klukkan 19.30 annað kvöld. Það fara því þrír leikir fram í sautjándu umferðinni í kvöld og þrír á morgun.

Leikir kvöldsins er leikur ÍR og KA í Austurbergi og leikur Grótta og Fram í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi en þeir hefjast báðir klukkan 19.30. Leikur Stjörnunnar og Hauka í TM Höllinni í Mýrinni í Garðabæ hefst síðan klukkan 20.00.

Stöð 2 Sport sýnir leik Gróttu og Fram í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×