Enski boltinn

Hin fjölhæfa og vinsæla María Þóris framlengdi til Chelsea til ársins 2021

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
María Þórisdóttir var sátt með nýja samninginn sinn. Hér er hún með knattspyrnustjóranum Emmu Hayes.
María Þórisdóttir var sátt með nýja samninginn sinn. Hér er hún með knattspyrnustjóranum Emmu Hayes. Mynd/Twitter/@ChelseaFCW
Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir verður áfram í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea en félagið tilkynnti um nýjan tveggja ára samning í dag.

María fær mikið hrós frá fréttaritara Chelsea í frétt á heimasíðu félagsins en hún er dóttir Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar sem þjálfar norska kvennalandsliðið í handbolta.

María á norska móður og ólst upp í Noregi. Hún valdi  það að spila með norska landsliðinu en gat líka spilað með íslenska landsliðinu.





„Hinn fjölhæfi og vinsæli leikmaður í hópi Emmu Hayes hefur spilað í mörgum stöðum í vörn og miðju síðan að hún kom frá Klepp áreið 2017,“ segir í frétt um nýja samninginn á heimasíðu Chelsea.

María hefur verið að glíma við meiðsli og veikindi á þessu tímabili en fer að koma aftur til baka á næstunni.

María hefur verið að glíma við afleiðingar á höfuðhöggi sem hún fékk í lok síðasta árs.

„Þetta hafa verið þrír erfiðir mánuðir. Heilahristingur er ein af verstu meiðslunum sem þú getur lent í því af því að þú getur ekkert gert. Sem betur fer er í lagi með hausinn minn núna og ég er að byrja að æfa á ný. Ég kem vonandi fljótlega aftur inn á völlinni,“ sagði María við heimasíðu Chelsea.

María ætlar sér að vinna sér sæti í norska landsliðinu sem spilar á HM í Frakklandi í sumar.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Maríu sem kom inn á Twitter-síðu Chelsea í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×