Enski boltinn

Vann ensku deildina fjórum sinnum en er nú á leið í MLS-deildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nani í leik með Sporting.
Nani í leik með Sporting. vísir/getty
Orlando City greindi frá því í gærkvöldi að fyrrum vængmaður Manchester United, Nani, hafi skrifað undir samning við liðið en hann kemur á frjálsri sölu.

Hinn 32 ára gamli vængmaður hefur skrifað undir þriggja ára samning við Orlando-liðið en hann kemur til liðsins frá Sporting Lisbon þar sem hann hafði leikið eitt tímabil.

„Þetta er spennandi dagur fyrir okkur. Nani kemur með gríðarlega reynslu til félagsins,“ sagði Luiz Muzzi, framkvæmdarstjóri félagsins eftir komu Nani.

„Hann er kraftmikill vængmaður með mikil gæði til þess að gefa boltann, hafa áhrif á leikinn og leiða sóknarleikinn.“

Nani hefur spilað 112 leiki fyrir Portúgal og spilaði fyrir Manchester United frá 2007. Hann vann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum og Meistaradeildina meðal annars áður en hann yfirgefa félagið 2015.

Þaðan fór hann til Tyrklands en einnig hefur hann spilað með Valencia og Lazio áður en hann snéri til heimalandsins á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×