Enski boltinn

Rólegasti glugginn síðan 2012 | Öll helstu félagaskiptin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Almiron var stærstu kaup gærdagsins.
Almiron var stærstu kaup gærdagsins. vísir/getty
Félagaskiptaglugginn lokaði í gærkvöldi í Englandi og víðar. Í fyrsta sinn síðan 2012 var ekki slegið eyðslumet í Englandi í janúar.

Síðustu sex ár hafði met ársins í undan fallið en það var langt frá því núna. Glugginn var merkilega rólegur. Á gluggadeginum var verslað helmingi minna núna en í fyrra í enska boltanum.

Í fyrra eyddu ensku liðin 430 milljónum punda í janúar og þar af fyrir 150 milljónir á gluggadeginum.

Stærstu kaup gærdagsins voru kaup Newcastle á Paragvæanum Miguel Almiron á 20 milljónir punda en hann varð þar með dýrasti leikmaður í sögu Newcastle.

Helstu félagaskiptin:

Sverrir Ingi Ingason frá Rostov til PAOK

Sveinn Aron Guðjohnsen frá Spezia til Ravenna (lán)

Miguel Almorin frá Atlanta United til Newcastle

Jonny Castro Otto frá Atletico til Wolves

Youri Tielemans frá Monaco til Leicester (lán)

Lazar Markovic frá Liverpool til Fulham

Havard Nordtveidt frá Hoffenheim til Fulham (lán)

Michy Batshuayi frá Chelsea til Crystal Palace (lán)

Peter Crouch frá Stoke til Burnley

Sam Vokes frá Burnley til Stoke

Leandro Bacuna frá Reading til Cardiff

Will Grigg frá Wigan til Sunderland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×