Higuain með tvö mörk í stórsigri Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Higuain fagnar.
Higuain fagnar. vísir/getty
Chelsea tapaði 4-0 fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í vikunni en liðið sló frá sér í dag er liðið vann 5-0 sigur á Huddersfield á heimavelli.

Fyrsta markið kom eftir stundarfjórðung en þá skoraði Gonzalo Higuain sitt fyrsta mark fyrir Chelsea eftir laglegu sendingu N'Golo Kante en rangstöðutaktík Huddersfield klikkaði.

Fyrir leikhlé bætti Eden Hazard við marki úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Cesar Azpilicueta en Paul Tierney, dómari leiksins, fékk aðstoð frá aðstoðardómaranum. 2-0 í hálfleik.

Hazard var aftur á ferðinni á 66. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Gonzalo Higuain annað mark sitt og fjórða mark Chelsea með frábæru skoti. David Luiz skoraði fimmta markið með skalla fimm mínútum fyrir leikslok og lokatölur 5-0.

Chelsea er í fjórða sætinu með 50 stig, þremur stigum á undan Arsenal sem leikur á morgun gegn Manchester City á útivelli. Huddersfield er á botninum, tólf stigum frá öruggu sæti og er á leiðinni niður í B-deildina.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira