Handbolti

Björgvin Páll lokaði markinu í sigri Skjern

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin í leik með Íslandi á HM.
Björgvin í leik með Íslandi á HM. vísir/getty
Björgvin Páll Gústavsson var öflugur í markinu hjá Skjern sem vann ellefu marka sigur, 36-25, á Lemvig-Thyborøn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Dönsku meistararnir í Skjern voru í raun sterkari frá upphafi. Þeir voru komnir sjö mörkum yfir í hálfleik svo sigurinn var aldrei í hættu en munurinn varð mestur ellefu mörk.

Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum en kom inn í markið í upphafi síðari hálfleiks. Hann varði vel og endaði með tæplega 50% markvörslu eftir að hann varði tíu skot af þeim 21 sem hann fékk á sig.

Tandri Már Konráðsson var ekki í leikmannahópi Skjern sem er með 22 stig í sjöunda sæti deildarinnar. Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar eru á toppnum með 29 stig.

Íslendingaliðið West Wien í Austurríki tapaði með einu marki, 22-21, fyrir HC Hard í úrvalsdeildinni þar í landi eftir að hafa verið 10-7 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Markahæstur Íslendinganna var Ólafur Bjarki Ragnarsson með þrjú mörk. Viggó Kristjánsson bætti við tveimur og Guðmundur Hólmar Helgason gerði eitt mark.

Leikurinn var fyrsti leikur í úrslitakeppninni í Austurríki en spilaður er fimm liða riðill. W




Fleiri fréttir

Sjá meira


×