Körfubolti

Tuttugasti og fimmti leikur Harden í röð með yfir 30 stig

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
James Harden skorar og skorar
James Harden skorar og skorar vísir/getty
Þrátt fyrir tap Houston Rockets fyrir Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta í nótt heldur James Harden áfram að raða niður stigunum.

Harden hefur nú farið 25 leiki í röð þar sem hann skorar 30 stig eða fleiri, hann setti akkúrat 30 stig niður í nótt í 122-136 tapi Rockets.

Nikola Jokic var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu með 31 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar fyrir Nuggets og þá náði Malik Beasley sínum besta leik á ferlinum með 35 stig.

Þrátt fyrir að Nuggets vörnin hafi ekki getað stoppað Harden í kvöld þá náðu þeir þó að sigla sigrinum, þeim fyrsta eftir níu leikja taphrinu.



Í Madison Square Garden kyrjuðu stuðningsmenn New York Knicks „Við viljum Kyrie“ þegar þeir horfðu á Kyrie Irving setja niður 23 stig og taka 10 fráköst fyrir Boston Celtics.

„Þetta er ekkert annað en truflun,“ sagði pirraður Irving eftir leikinn en hann verður frjáls ferða sinna í sumar.

Þrátt fyrir pirringinn leiddi Irving Celtics til frekar þægilegs sigurs á Knicks 113-99. Marcus Morris bætti 18 stigum við fyrir Boston sem vann áttunda leikinn í síðustu níu og situr í fjórða sæti austurdeildarinnar.



Úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 100-92

New York Knicks - Boston Celtics 99-113

Miami Heat - Oklahoma City Thunder 102-118

Utah Jazz - Atlanta Hawks 128-112

Denver Nuggets - Houston Rockets 136-122

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×