Enski boltinn

Solskjær ekki sáttur með frammistöðuna en ánægður með stigin þrjú

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær fagnar í dag.
Solskjær fagnar í dag. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að frammistaðan gegn Leicester hafi ekki verið góð en hann er ánægður með stigin þrjú sem liðið tók með sér til Manchester.

United vann 1-0 sigur á Leicester en eina mark leiksins kom snemma leiks er Marcus Rashford skoraði eftir undirbúning Paul Pogba. Solskjær hafði þetta að segja í leikslok.

„Við spiluðum ekkert sérstaklega vel. Við hefðum getað hægt á leiknum í síðari hálfleik en við vörðumst vel. Eric Bailly og Lindelöf voru frábærir og einnig David de Gea,“ sagði Solskjær í samtali við Sky Sports.

„Við gáfum allt í þetta. Við börðumst fyrir stigunum þremur. Það er alltaf gott að byggja á því að halda hreinu og það mun gefa strákunum sjálfstraust. Þeir eru ekki 100% ánægðir með frammistöðuna því þeir vita að þeir geti spilað betur.“

„Það er erfitt að koma hingað og fyrsta markið var mikilvægt. Við byrjuðum frábærlega. Marcus fékk gott færi eftir fyrirgjöf Shaw og gerði vel í að klára færið hjá Paul. Upphafið lagði grunninn að sigrinum.“

Alexis Sanchez var í byrjunarliði United en hann komst ekki í takt við leikinn. Þegar hann var spurður út í frammistöðu Síle-mannsins svaraði Solskjær:

„Hann gerði vel en við þurftum að breyta leiknum,“ sagði Solskjær um afhverju hann hafi tekið hann útaf í leiknum. „Han ner snöggur og vann vel varnarlega. Við bjuggum ekki til færi fyrir hann en hann er alltaf að bæta sig.“

Klippa: Ole Gunnar Solskjaer Post Match Interview



Tengdar fréttir

United tók fimmta sætið af Arsenal

Manchester United fór upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með eins marks sigri á Leicester í dag. Ole Gunnar Solskjær hefur enn ekki tapað leik eftir 10 leiki í stjórasætinu hjá United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×