Enski boltinn

Cole hrifinn af Sarri og segir að hann þurfi tíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri líflegur í sigrinum gegn Huddersfield um helgina.
Sarri líflegur í sigrinum gegn Huddersfield um helgina.
Ashley Cole, fyrrum vinstri bakvörður enska landsliðsins, segir að Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, þurfti tíma á Brúnni til þess að koma með sinn fótbolta.

Chelsea tapaði 4-0 fyrir Bournemouth í síðustu viku og er í fjórða sæti deildarinnar langt frá toppum. Cole var gestur í þættium Monday Night Football í gærkvöldi en hann sagði að það væri enginn pressa kominn á Sarri.

„Ég held að það sé ekki kominn pressa á hann. Hann er að koma inn í félagið og er að reyna að byggja upp sína leikaðferð. Ég held að þetta sé á leikmönnunum að bregðast við og skilja hvernig hann vill spila,“ sagði Cole.







„Ég horfði á “Sarri-boltann“ er ég var á Ítalíu og hvernig þeir spiluðu út frá markinu var frábært. Núna þurfa allir leikmenn Chelsea að koma um borð og spila þannig. Ég held að þetta snúist einnig um sjálfstraust.“

„Sarri þarf tíma. Ég held að hann geti komið með þennan spennandi, ítalska fótbolta til Englands með Chelsea en þeir þurfa einnig að fylgja með efstu liðunum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×