Enski boltinn

„Ómögulegt“ að United klári tímabilið án þess að tapa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ander Herrera og félagar hafa gert vel síðustu vikur
Ander Herrera og félagar hafa gert vel síðustu vikur vísir/getty
Ander Herrera segir það ómögulegt fyrir Manchester Untied að klára árið án þess að tapa leik. Hann vill þó komast í gegnum febrúar án taps.

Eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liði Manchester United fyrir jól hefur liðið ekki tapað. Eina jafnteflið kom gegn Burnley í síðustu viku, allir hinir níu leikirnir hafa unnist.

„Í ensku úrvalsdeildinni er ómögulegt að fara 25 eða 30 leiki án þess að tapa,“ sagði spænski miðjumaðurinn.

„Deildin er svo erfið, Mancheser City er frábært lið en þeir töpuðu fyrir Newcastle um daginn.“



„En við getum unnið hvern sem er.“

United á nokkuð erfiðan mánuð fram undan. Liðið mætir PSG í tveimur leikjum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, spilar við erkifjendurna og topplið deildarinnar Liverpool undir lok mánaðarins og mætir Chelsea í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

„Besta leiðin til þess að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn PSG í næstu viku er að vinna Fulham um helgina, og við munum gera það held ég.“

„Við erum allir mjög ánægðir og okkur öllum finnst við vera frjálsir. Við spilum með miklu frelsi og það er eitt af því sem hann [Solskjær] talar um á hverjum degi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×