Erlent

Tíu látnir eftir eldsvoðann í París

Kjartan Kjartansson skrifar
Eldurinn logaði glatt í íbúðarhúsinu. Slökkvilð barðist við eldinn til klukkan átta í morgun að staðartíma.
Eldurinn logaði glatt í íbúðarhúsinu. Slökkvilð barðist við eldinn til klukkan átta í morgun að staðartíma. Vísir/EPA
Eitt barn er sagt á meðal þeirra tíu sem staðfest er að hafi farist í eldsvoðanum í París í nótt. Fertug kona er í haldi lögreglu, grunuð um að hafa kveikt í húsinu.

Lögregla telur að um íkveikju hafi verið að ræða þegar kviknaði í átta hæða íbúðarhúsi í 16. hverfi Parísar í nótt. Reuters-fréttastofan segir nú að í það minnsta tíu manns séu látnir og 36 slasaðir, þar á meðal slökkviliðsmenn.

Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að barn hafi farist í eldinum en það hefur ekki verið staðfest opinberlega.

Saksóknari segir að konan sem var handtekin sé íbúi í húsinu. Hún eigi við andleg vandamál að stríða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×