Gylfi og félagar gerðu Liverpool engan greiða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hart barist í kvöld.
Hart barist í kvöld. vísir/getty
Everton gerði grönnum sínum í Liverpool engan greiða í toppbaráttunni í kvöld er liðið tapaði 2-0 fyrir Manchester City á heimavelli.

Leiknum var flýtt vegna þess að Manchester City leikur í úrslitum enska deildarbikarsins síðar í mánuðinum og var leiknum flýtt í stað þess að seinka honum.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir að City hafi verið mikið meira með boltann. Þeir sköpuðu sér ekki mörg opin færi en fengu þó færin til þess að komast yfir.

Fyrsta mark leiksins kom á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Aukaspyrna David Silva rataði beint á kollin á Aymeric Laporte sem stangaði boltann í netið. Enn eitt fasta leikatriðið sem verður Everton að falli.

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður hjá Everton í síðari hálfleik, nánar tiltekið á 62. mínútu, en síðari hálfleikur var afar rólegur. Lítið um færi en annað markið kom á síðustu sekúndum síðari hálfleiksins er Jesus slapp einn í gegn eftir sendingu Kevin De Bruyne.

Þeir eru því komnir á toppinn í deildinni en bæði City og Liverpool eru með 62 stig. City með betri markatölu en hefur leikið einum leik fleirri en Liverpool. Everton er í níunda sætinu.







Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira