Enski boltinn

Guardiola segir að City muni kannski deyja á leiðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola líflegur í gær.
Guardiola líflegur í gær. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var nokkuð ánægður með leik sinna manna í gærkvöldi er liðið fór á toppinn eftir 2-0 sigur á Everton á útivelli í gærkvöldi.

Aymeric Laporte og Gabriel Jesus skoruðu mörk City í gærkvöldi en leiknum var flýtt vegna úrslitaleik deildarbikarsins þar sem City mætir Chelsea síðar í mánuðinum.

„Goodison Park, 2-0, þá verðum við að vera ánægðir. Við áttum í erfiðleikum í síðari hálfleik en þetta var erfiður leikur. Við héldum samt jafnvægi og þeir áttu ekki eitt skot á markið. Að skora í lok fyrri hálfleiks var mikilvægt,“ sagði Guardiola í leikslok.

„Við erum ekki stærsta liðið í heiminum svo við búumst ekki við því að skora úr föstum leikatriðum en Mikel Arteta vinnur mikið með þau. Margar ákvarðanir hefðu átt að vera betri en það er í mínu starfi að greina það.“

Gabriel Jesus kom inn í síðari hálfleik og skoraði síðara markið. Guardiola er heppinn að vera með tvo alvöru framherja í sínum herbúðum.

„Gabriel Jesus hefur skorað níu mörk á stuttum tíma og Sergio skoraði þrjú mörk í síðustu viku. Það er mikilvægt að hafa tvo góða framherja. Ég er nokkuð sáttur en við erum með leik á þriggja daga fresti í þrjá mánuði.“

„Ég veit ekki hversu langt við munum komast og kannski deyjum við á leiðinni en við reynum. Við hefum spilum einum leik fleiri en Liverpool. Það er gott að vera á toppnum og Liverpool á leik á Old Trafford.“

„Ég hugsa ekki mikið um það en fyrir fjórum eða fimm dögum hefðum við getað verið sjö stigum á eftir þeim svo þetta kennir okkur að gefast aldrei upp. Það eru mjög erfiður leikur á sunnudaginn gegn Chelsea.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×