Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem skelltu Gylfa og félögum og komu City á toppinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gabriel Jesus fagnar marki sínu.
Gabriel Jesus fagnar marki sínu. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton töpuðu öðrum leiknum í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og þeim þriðja í síðustu fjórum leikjum þegar að þeir þurftu að lúta í gras gegn Englandsmeisturum Manchester City, 2-0, á heimavelli í gærkvöldi.

Gylfi byrjaði á varamannabekknum og gat því lítið gert í fallegu skallamarki franska varnarmannsins

Aymeric Laporte en hann stangaði boltann í netið eftir aukaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Everton átti ágætis sóknir í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem að Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus náði loks að innsigla sigur meistaranna sem komust á toppinn með stigunum þremur.

Lærisveinar Pep Guardiola eru með 62 stig líkt og Liverpool sem á leik til góða en Everton er í níunda æsti deildarinnar með 33 stig, stigi á eftir Watford og með jafnmörg stig og Bournemouth.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×