Körfubolti

James Harden stigahæstur í endurkomusigri

Dagur Lárusson skrifar
James Harden.
James Harden. vísir/getty
James Harden hélt áfram frábærri spilamennsku sinni í nótt þegar lið hans, Houston Rockets, bar sigurorð á LA Lakers eftir að leikurinn fór í framlengingu.

 

Samtals fóru tíu leikir fram í nótt og var ein stærsta viðureignin án efa á milli Lakers og Rockets. Liðsmenn Lakers fóru betur af stað í leiknum og skoruðu 39 stig í fyrsta leikhluta gegn 26 hjá Rockets. Áður en flautað var til hálfleiksins voru síðan Lakers menn búnir að stækka forskot sitt, staðan 64-45.

 

Liðsmenn Rockets , með Harden í fararbroddi, mættu tvíelfdir til seinni hálfleiksins og skoruðu fleiri stig í þriðja leikhluta og voru búnir að minnka forskot Lakers niður í fimm stig. Fjórði leikhlutinn endaði svo þannig að liðin voru með jafn mörg stig og því var gripið til framlengingar.

 

Í framlengingunni skoraði Houston Rockets 18 stig gegn 14 hjá Lakers og því frábær endurkomusigur Houston Rockets staðreynd.

 

Eins og venjulega var James Harden stigahæstur hjá Houston Rockets með 48 stig en næstur á eftir honum var Gordon með 30 stig. Hjá Lakers var það Kyle Kuzma sem var stigahæstur með 32 stig.

 

Hvað aðra leiki varðar er það helsta að Boston Celtics unnu Hawks á útivelli á meðan Nuggets unnu Cavaliers en úrslit úr öllum leikjum næturinnar má sjá hér fyrir neðan.

 

Úrslit næturinnar:

 

76ers 115-117 Thunder

Hornets 135-115 Suns

Pistons 101-103 Kings

Pacers 111-99 Mavericks

Magic 108-118 Bucks

Hawks 105-113 Celtics

Raptors 119-90 Grizzlies

Bulls 103-117 Heat

Rockets 138-134 Lakers

Nuggets 124-102 Cavaliers

 

Hér fyrir neðan má sjá það helsta úr leik Rockets og Lakers.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×