Körfubolti

Dominos Körfuboltakvöld: Hún hefur unnið sér inn þessa virðingu

Dagur Lárusson skrifar
Dani hefur verið mögnuð í vetur.
Dani hefur verið mögnuð í vetur. Vísir/Daníel
Kjartan Atli og félagar fóru yfir stöðu mála í Dominos deild kvenna síðastliðið föstudagskvöld þar sem þeir tóku meðal annar fyrir leik KR og Stjörnunnar.

 

„Stjarnan er að reyna að klífa upp tölfuna en þær mættu KR stelpum sem hafa komið mjög á óvart í vetur,“ byrjaði Kjartan Atli á að segja.

 

Leikurinn var æsipanndi og endaði leikurinn á að fara í framlengingu.

 

„Þetta er svo fyndið, það er svo algengt að það lið sem skorar fyrstu körfuna í framlenginunni vinnur leikinn, þetta er svo fyndin tölfræði“ sagði Fannar.

 

Kjartan Atli og félagar fóru sérstaklega yfir frammistöðu Dani Rodriguez í leiknum og í deildinni í heild sinni í vetur.

 

„Hún nýtur virðingar útaf því hún er svo góð, þannig er þetta bara, hún er búin að ávinna sér þessa virðingu,“ sagði Jón Halldór.

 

Fannar tók undir með Jóni.

 

„Skorar 42 stig og tekur 14 fráköst, já þú átt að bera virðingu fyrir henni.“

 

Félagarnir töluðu um þennan leik auk þess sem þeir völdu lið umferðarinnar en það má sjá í klippunni hér fyrir neðan.

 

Klippa: Dominos kvenna Umræða



Fleiri fréttir

Sjá meira


×