Fótbolti

Knattspyrnusamband Íslands búið að skipta yfir í enskuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið Íslands á móti Skotum.
Byrjunarlið Íslands á móti Skotum. Mynd/Twitter/Knattspyrnusamband Íslands
Íslenskur fótbolti hefur vakið heimsathygli á síðustu árum eftir frábæran árangur A-landsliða Íslands sem hafa komist á fimm stórmót á síðustu níu árum.

Knattspyrnusamband Íslands hefur í framhaldinu fengið ófáar fyrirspurnir erlendis frá.

Það vekur hins vegar athygli að KSÍ er hreinlega búið að skipta yfir í enskuna á Twitter-síðu sambandsins. Þar eru ekki lengur íslenskar uppfærslur frá landsleikjum ef marka þær sem hafa dottið inn í dag.





Twitter-síða KSÍ er að fylgjast með vináttulandsleik Íslands og Skotlands hjá A-landsliðum kvenna sem fram fer á La Manga á Spáni og þar eru allar upplýsingar um gang leiksins á ensku.

Allt frá því að íslenska byrjunarliðið var tilkynnt með enskri grafík og upplýsingum á ensku þá eru allar stöðuuppfærslur frá leiknum á ensku.

Myllumerkin eru þó enn íslensk eða #fyririsland og #dottir.

Staðan er markalaus í hálfleik en hér fyrir neðan má sjá allar enskar uppfærslur Knattspyrnusambands Íslands frá leiknum til þessa.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×