Fótbolti

Hiti að færast í mál Rabiot: Franska knattspyrnusambandið komið í málið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rabiot á bekknum hjá PSG fyrr í vetur.
Rabiot á bekknum hjá PSG fyrr í vetur. vísir/getty
Það eru áfram læti í kringum Adrien Rabiot, leikmann PSG, en hann hefur verið að æfa með varaliðinu undanfarnar vikur eftir að hafa neitað að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Rabiot hefur verið að æfa með varaliði PSG frá því um miðjan desember en hann hefur ekki viljað framlengja samning sinn við franska félagið. Núverandi samningur hans rennur út næsta sumar.

Miðjumaðurinn hefur bæði verið orðaður við Bayern Munchen og Barcelona en skipti hann um félag næsta sumar fer hann frítt. Því er talið að PSG vilji mögulega reyna koma honum burt í janúar til þess að fá smá pening fyrir hann.

Franska deildin staðfesti í gær að Rabiot hafi tilkynnt hegðun PSG til lögfræðinefndar deildarinnar og segir hann að hegðun PSG fari gegn skrásettum lögum í heimi knattspyrnunnar.

Í lögunum deildarinnar segir að það megi aðeins láta menn æfa með öðru liði en sínu aðalliði um stundar sakir eða það liggi fyrir afar sérstakar íþróttalegar ástæður. Rabiot segir að enginn svoleiðis ástæða liggi fyrir og vill fá að æfa með aðalliðinu á nýjan leik.

PSG er í smá vandræðum á miðjusvæðinu því Rabiot er út í kuldanum og Marco Verratti verður frá vegan meiðsla en PSG mætir Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×