Innlent

Kolefnisjöfnun gefi skattafslátt

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hægt yrði að nýta sér afsláttinn með beinum aðgerðum í rekstri til kolefnisjöfnunar, fjárframlögum til skógræktar, landgræðslustarfa eða endurheimtar votlendis.
Hægt yrði að nýta sér afsláttinn með beinum aðgerðum í rekstri til kolefnisjöfnunar, fjárframlögum til skógræktar, landgræðslustarfa eða endurheimtar votlendis. Vísir/Vilhelm
Sjö þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar allt að 0,85 prósenta tekjuskattsafslátt til fyrirtækja sem inna af hendi framlög til kolefnisjöfnunar.

Hægt yrði að nýta sér afsláttinn með beinum aðgerðum í rekstri til kolefnisjöfnunar, fjárframlögum til skógræktar, landgræðslustarfa eða endurheimtar votlendis. Þá yrði einnig hægt að nýta sér afsláttinn með því að inna af hendi sjálfboðavinnu til kolefnisbindingar.

Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi næstu áramót, verði þau samþykkt, en komi til framkvæmda tekjuárið 2019.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×