Körfubolti

Á Steph Curry vandræðalegustu stund NBA-tímabilsins til þessa?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steph Curry er hér búinn að fljúga illa á hausinn.
Steph Curry er hér búinn að fljúga illa á hausinn. Getty/Harry How
Það voru ekki aðeins slakar tölur sem gerðu þetta að skelfilegu kvöldi fyrir fyrir einn besta leikmann NBA-deildarinnar.

Stephen Curry átti skelfilegan dag með Golde State Warriors síðustu nótt þrátt fyrir að liðið hafi unnið Los Angeles Lakers sannfærandi.

Stephen Curry hitti aðeins úr 3 af 12 skotum sínum í leiknum og var aðeins með 11 stig á 30 mínútum sem hann lægsta stigaskor síðan 12. desember og þriðja lægsta stigaskor á tímabilinu.

Stephen Curry er að skora 29,3 stig að meðaltali í leik og er með 49 prósent skotnútingu. Hann var því 18 stigum undir meðalskori sínu og 24 prósentum undir meðalhittni sinni.





Þessi tölfræði var hinsvegar ekki það versta við kvöldið fyrir Stephen Curry heldur eitt hraðaupphlaup í þriðja leikhluta þegar Golden State liðið var fyrir löngu búið að gera út um leikinn.

Þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum þá slapp Stephen Curry einn upp í hraðaupphlaup. Hann leit út fyrir að ætla að fara að bjóða upp á eina góða troðslu en útkoman var allt önnur.

Curry flaug illa á hausinn og tókst ekki að skjóta á körfuna. Hann náði boltanum aftur á reyndi þriggja stiga skot en það var loftbolti. Curry getur nánast bókað það eftir þessi vandræðalegu tilþrif að hann verður í toppbaráttunni í „Shaqtin' a Fool“ með Shaquille O'Neal í lok tímabilsins.

Þetta er ein vandræðalegasta stund NBA-tímabilsins til þessa og hana má sjá hér fyrir neðan.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×