Enski boltinn

Sarri heldur áfram að skjóta á sína leikmenn og segir Hazard engann leiðtoga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri klappar Hazard á kollinn.
Sarri klappar Hazard á kollinn. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segir að Eden Hazard sé heimsklassaleikmaður en að hann sé ekki leiðtogi. Þetta sagði Sarri á blaðamannafundi í gær.

Chelsea mætir Tottenham í síðari leik enska deildarbikarsins í kvöld en Chelsea tapaði fyrri leiknum 1-0. Sarri tók sína menn á teppið eftir 2-0 tapið gegn Arsenal um helgina og sagði að það væri erfitt að mótivera þá í leiki.

Hann var spurður aftur út í ummælin á blaðamannafundinum í gær og hann nefndi Cesar Azpilicueta og David Luiz er hann var aðspurður um mögulega leiðtoga en Hazard vantaði ákveðna hæfni til þess inn á vellinum.

„Á þessum tímapunkti er hann meiri einstaklingsleikmaður heldur en leiðtogi. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur, frábær leikmaður sem getur unnið leik á tveimur mínútum og stundum einni,“ sagði Sarri.

„Á þessum tímapunkti er hann ekki leiðtogi en hann er frábær leikmaður og einn af bestu leikmönnum í heimi. Ég vel það frekar þegar hann talar með fótunum.“

Hazard hefur verið mikið orðaður við brottför frá Englandi en Sarri veit ekki hvort að hann verði áfram á Englandi eða færi sig um set.

„Hann er að ræða við félagið en ég veit ekkert meira. Hann hefur ekki ákveðið hvort að hann verði áfram eða vilji leita að nýrri áskorun. Hann sjálfur veit ekki hvað hann ætlar að gera á þessum tímapunkti,“ sagði Sarri.


Tengdar fréttir

"Erfitt að mótivera þessa leikmenn“

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, var alls ekki sáttur eftir tap sinna manna gegn Arsenal í gærkvöldi og sagði t.d. að það væri erfitt að finna baráttuandann í leikmönnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×