Enski boltinn

Sjáðu saklaust og lúmskt grobb Solskjær á blaðamannafundi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær talaði um einvígi Manchester United og Arsenal á tíunda áratug síðustu aldar.
Ole Gunnar Solskjær talaði um einvígi Manchester United og Arsenal á tíunda áratug síðustu aldar. Getty/Matthew Peters
Ole Gunnar Solskjær er nú að undirbúa sína menn í Manchester United fyrir bikarleik á móti Arsenal um komandi helgi. Leikirnir við Arsenal voru hápunktur tímabilsins þegar Ole Gunnar sjálfur var leikmaður Manchester United.

Manchester United hefur unnið sjö fyrstu leiki sína undir stjórn Ole Gunnar Solskjær þar á meðal 2-0 sigur á Reading í 3. umferð bikarkeppninnar.

Leikurinn á móti Arsenal er á útivelli annað kvöld og í boði er sæti í sextán liða úrslitum keppninnar.

Solskjær talaði um einvígið við Arsenal á tíma sínum sem leikmaður Manchester United en á þeim árum skiptust þessi lið á að vinna titlana og harkan var oft svakaleg í innbyrðisleikjum liðanna.

Solskjær laumaði inn saklausu og lúmsku grobbi þegar hann talaði um einvígið við Arsenal liðið á tíunda áratugnum. Það má sjá það hér fyrir neðan.





Ole Gunnar Solskjær lék með Manchester United frá 1996 til 2007 en á þeim árum vann Manchester United sex meistaratitla (1997, 1999, 2000, 2001, 2003 og 2007) og tvo bikarmeistaratitla (1999, 2004) en Arsenal vann á sama tíma þrjá meistaratitla (1998, 2002 og 2004) og fjóra bikarmeistaratitla (1998, 2002, 2003 og 2005).  

Arsenal vann tvennuna 1998 en gerði enn betur með því að vinna þrennuna 1999. Þar skoraði Ole Gunnar Solskjær sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Barcelona. Eða eins og hann sagði á blaðamannafundinum þá „unnu þeir tvennuna eitt árið og við komum til baka og unnum þrennuna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×