Körfubolti

Höfnuðu boði Trump og fóru í heimsókn til Obama

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Obama með Warriors árið 2016 í Hvíta húsinu.
Obama með Warriors árið 2016 í Hvíta húsinu. vísir/getty
NBA-meistarar Golden State Warriors höfðu engan áhuga á því að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta eins og venja er að meistarar stóru íþróttanna í Bandaríkjunum geri.

Þess í stað nýttu þeir ferðina til Washington til þess að heimsækja Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta. Fundur þeirra stóð yfir í um klukkutíma.

„Þetta var alveg magnað,“ sagði Kevin Durant, stjarna Warriors, en þeir segjast bera virðingu fyrir Obama en ekki Trump.

Þetta er í annað sinn sem Warriors hittir Obama en hann tók á móti liðinu í Hvíta húsinu árið 2016 er hann var enn forseti. Obama er mikill körfuboltaáhugamaður og hafði gaman af því að hitta strákana.





Það var leikmaður Warriors, Steph Curry, sem skipulagði þessa heimsókn til Obama en þeir eru fínir félagar.

Reynt var að gera lítið úr heimsókninni og leikmenn ekki að dæla út myndum af heimsókninni.

Einn starfsmaður Warriors setti mynd á Instagram en tók hana síðar út. Það var of seint því blaðamenn höfðu náð myndinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×