Innlent

Ágúst verður svæðisstjóri RÚV fyrir norðan

Kjartan Kjartansson skrifar
Ágúst Ólafsson, nýr svæðisstjóri RÚV á Akureyri.
Ágúst Ólafsson, nýr svæðisstjóri RÚV á Akureyri.
Ágúst Ólafsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri. Hann var áður stöðvarstjóri RÚV á Norður- og Austurlandi um árabil.

Í tilkynningu frá RÚV kemur fram að Ágúst hafi áralanga reynslu sem fréttamaður á Stöð 2, Bylgjunni og RÚV. Hann hafi jafnframt verið ráðgjafi í almannatengslum um nokkurra ára skeið.

Ágústi er sagt ætlað að leiða vinnu við eflingu starfsemi RÚV á landsbyggðinni, þróun og uppbyggingu til framtíðar. Þá stendur til að auglýsa starf dagskrárgerðarmanns fyrir útvarp nú um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×