Innlent

„Ég held að það þekki allir að minnsta kosti einn vændiskaupanda“

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Íslensk kona á fimmtugsaldri sem stundaði vændi í Reykjavík um árabil segir þekkta og valdamikla menn meðal þeirra sem kaupi sér vændi hér á landi.

Konan, sem vill ekki koma fram undir nafni til að vernda fjölskyldu sína, leiddist út í vændi 32 ára gömul vegna mikillar fátæktar en hún er öryrki og einstæð móðir. Segist hún ekki hafa tölu á því hve margir hafi keypt aðgang að líkama hennar.

„Ég hef ekki hugmynd. Tugir, hundruð, ég veit það bara ekki. Sumir eru bara einhleypir, aðrir fá ekki kynlíf heima hjá sér og sumir vilja meira og eru kynlífsfíklar. Flestir voru giftir og áttu börn og jafnvel barnabörn. Ég held að það þekki allir að minnsta kosti einn vændiskaupanda,“ segir konan og bætir við að til að mynda sé einn þeirra sem keypti af henni vændi mikið í fréttum.

„Það er  mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum.“

Konan segir sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×